Bókagerðin Harpa
Ýmis þjónusta
Aftur á: Ýmislegt
Ljósmyndaskönnun
Skönnun ljósmynda
Við skönnum ljósmyndir og filmur og setjum þær á stafrænt form. Myndirnar eru afgreiddar á geisladisk sem gerir kleift að senda myndir til ættingja og vina, skoða myndir í tölvu eða sjónvarpi og prenta þær í hvaða stærð sem er. Með skönnun er komið í veg fyrir frekari skemmdir á myndum og hægt er að koma myndum til varðveislu.
Lagfæring og breyting á myndum
Við skönnun mynda fer fram lagfæring á minniháttar skemmdum og hreinsað er burtu ryk og rispur í myndum. Við tökum einnig að okkur að lagfæra stærri skemmdir s.s. rispur og brot og getum gert breytingar á myndum.
Prentun á myndum
Við prentum einnig myndir ef óskað er. Prentað er á ljósmyndapappír og í öllum stærðum upp að A3 (30 x 42 cm).
Verð
Verð á skönnun fer eftir magni og ástandi mynda en verð á prentun er háð magni og stærð prentunar.
Ýmis þjónusta
Við bjóðum m.a. neðangreinda þjónustu: